Mfl. karla í knattspyrnu mætirTindastól á laugardaginn kl. 14:00 á Ásvöllum í síðasta heimaleik tímabilsins. Haukarnir sitja sem stendur í 2-3 sæti í deildinni og því er leikurinn gríðarlega mikilvægur í toppbaráttu 1. deildar karla.
Toppbaráttan í 1. deild hefur verið óvenju jöfn og nú er tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni eiga 6 lið raunhæfa möguleika á því að komast upp í Pepsí deildina. Haukar hafa gert tvö jafntefli í röð í deildinni og nú þarf stuðning áhorfenda á laugardaginn.
Tindastóll er í 9. sæti með 25 stig, Haukar með 36 stig. Tindastóll vann Hauka fyrir norðan 2-1 í jöfnum leik sem sýnir að Stólarnir eru með gott lið og því þarf topp leik hjá okkar mönnum á laugardaginn.
Mætum snemma á Ásvelli – Byrjað verður að hita upp í íþróttahúsinu kl. 13:00 þar sem grillaðir verða hamborgarar og margt gert til að hita upp fyrir leikinn mikilvæga. Kynning á getraunleik Hauka 1×2 verður kl. 12:00 á Ásvöllum.