Haukar til Kýpur

Í dag var dregið í Evrópubikarkeppninni fyrir veturinn 2021/2022 þar sem strákanir okkar í handboltanum hefja leik í 2 umferð. Andstæðingurinn að þessu sinni er Parnassos Strovolou frá Kýpur og fara leikirnir fram dagana 16-17 og 23-24 október og drógust Haukar til að eiga seinni leikinn á heimavelli.

Parnassos Strovolo lék einnig í þessari keppni á síðasta tímabili en þá slógu þeir út ítalska liðið Raimond Sassari í 2. umferð en töpuðu síðan fyrir rúmenska liðinu CS Minaur Baia Mare í 3. umferð keppninnar. Það er því ljóst að um verðugan andstæðing er að ræða með mikla reynslu.