Haukar-Þór Þ. í 32-liða úrslitum Geysisbikarsins

Í kvöld fer fram bikarleikur Hauka og Þórs Þ. í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla, Geysisbikarsins. Hefst leikurinn kl. 19:15.

Þessi lið mættust í Domino´s deildinni fimmtudaginn s.l. þar sem Þórsarar höfðu betur 89-80 í hörkuleik.

Í kvöld gilda ekki árskort körfuknattleiksdeildarinnar sem og kort meðlima Hauka í horni þar sem þetta er bikarleikur.

Grillað frá 18:15.

Áfram Haukar!