Mfl. kk í körfu spilar sinn annan leik í Lengjubikarnum í kvöld kl. 19:00 á Akureyri.
Þórsarar hafa styrkst mikið í sumar og eru komnir með gott lið en þeir spila í fyrstu deildinni og þeir ætla að gera allt til að komast í úrvalsdeildina.
Haukastrákarnir spiluðu við Stjörnuna á útivelli á sunnudaginn og unnu þar góðan 11 stiga sigur þar sem liðsheildin spilaði fína vörn og liðið sýndi mikinn karakter eftir að hafa byrjað skelfilega og verið 13 stigum undir í fyrsta leikhluta. Strákarnir eru staðráðnir í því að spila vel í kvöld og ná efsta sætinu í riðlinum
Áfram haukar