Haukar taka þátt í EHF bikarnum

Meistaraflokkur karla í handbolta tekur þátt í EHF bikarnum. Haukar unnu sér inn rétt til að taka þátt í Evrópukeppni með því að verða deildarmeistarar á liðnu tímabili en sá titill gefur rétt á sæti í Áskorendabikarnum. Haukar sóttu hins vegar um uppfærslu í EHF bikarinn og nú er það ljóst að EHF hefur orðið við þeirri beiðni. Haukar koma því inn í fyrstu umferð EHF bikarsins og verða þar í neðri styrkleikaflokki en tvö önnur íslensk lið taka þátt í keppninni. Selfoss kemur inn í aðra umferð á meðan FH fer líka í fyrstu umferð líkt og Hauka en þeir verða þó í efri styrkleikaflokki og gætu Haukar og FH því mæst í fyrstu umferð.

Önnur lið sem Haukar gætu mætt eru:

RK Dubrava frá Króatíu
RD Riko Ribnica frá Slóveníu
HC Dobrogea Sud Constanta frá Rúmeníu
Maccabi Rishon Lezion HC frá Ísrael
HC Spartak frá Rússlandi
Talent M.A.T. Plzen frá Tékklandi
ZTR Zaporozhye frá Úkraínu
RK Vojvodina frá Serbíu
Achilles Bocholt frá Belgíu
Olympiacos S.F.P. frá Grikklandi
ALPLA HC Hard frá Austuríki
HV Kras/Volendam frá Hollandi
KH Besa Famgas frá Kosovo
Handball Esch frá Lúxemborg
Besiktas Aygaz frá Tyrklandi

Fyrri leikirnir í fyrstu umferð fara fram helgina 31. ágúst eða 1. september og þeir síðari 7. eða 8. september en dregið verður 16. júlí í fyrstu 2 umferðirnar. Það skýrist því í næstu viku hverjir verða mótherjar Hauka og í framhaldinu koma svo nánari dagsetningar á leikina en möguleiki er í þessum fyrstu umferðum að leika báða leikina heima eða úti.