Haukar taka á móti Aftureldingu á föstudagskvöld

Allir á völlinn!Annað kvöld (föstudagskvöld) fer fram næst síðasta umferð N1-deildar karla í handbolta og þá taka Haukar á móti Aftureldingu í Schenkerhöllinni á Ásvöllum kl.19:30. Með sigri í leiknum gætu Haukar tryggt sér deildarmeistaratitilinn nái FH ekki að vinna HK á sama tíma í Kaplakrika. 

Vinni FH-ingar hins vegar sinn leik eða ef okkar strákar tapa gegn Aftureldingu er leikur Hauka og FH sem fram fer í Schenkerhöllinni í næstu viku orðinn að hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitlinn. Að sjálfögðu kemur ekki til greina hjá strákunum að tapa leiknum annað kvöld og hvetjum við alla Haukamenn til að mæta og hvetja strákana til sigurs!