Haukar taka á móti ÍR í kvöld á Ásvöllum

HaukarHaukastelpur mæta ÍR-ingum í kvöld kl.19:15 á Ásvöllum. Bæði liðin eru í neðri hluta 1.deildar kvenna í knattspyrnu sem stendur, en stutt er allaleið á toppinn og því mikið í húfi í kvöld. Staðan á Haukaliðinu er ágæt en þó eru þær enn án markvarðarins sterka Dúfu Drafnar Ásbjörnsdóttur, sem hugsanlega verður frá út tímabilið vegna meiðsla og einnig á Kristín Ösp Sigurðardóttir við nárameiðsl að stríða.

Díana Ágústsdóttir, markvörður er einnig frá vegna meiðsla en þar sem Haukar eiga sem betur fer þrjá markverði og kemur það í hlut Kristínar Lovísu Lárusdóttur að standa vaktina í marki Hauka í kvöld líkt og í síðustu leikjum. Aðrir leikmenn Hauka eru heilir í kvöld og ætlar liðið sér ekkert annað en stigin 3 sem í boði eru. Stuðningur áhorfenda skiptir öllu máli og hvetjum við Haukafólk til að mæta á völlinn. Að vanda er frítt á leikinn!