Haukar taka á mót Þrótti á fimmtudagskvöld

HaukarHaukar mæta Þrótti Reykjavík á fimmtudaginn kl. 19.00 á Schenkervellinum á Ásvöllum en liðið er sem stendur í þriðja sæti 1. deildar með 23 stig, tveimur stigum á eftir Fjölni og fimm stigum á eftir Víking Ólafsvík sem er í efsta sæti.

Þróttarar eru í 8. sæti með 15 stig en fyrri leikur liðanna í sumar endaði með 1-1 jafntefli þar sem Þróttarar jöfnuðu í uppbótartíma. 1. deildin hefur líklega sjaldan verið jafnari og topp baráttan verður án efa spennandi fram í síðustu umferð.

Stuðningur Hauka-fólks er gríðarlega mikilvægur og eru allir hvattir til að mæta.