Haukar hafa ráðið til sín erlendan leikstjórnanda að nafni Katie Snodgrass fyrir komandi átök í IE – deild kvenna. Leikmaður inn er væntanlegur til landsins í dag og verður að öllum líkindum með Haukum þegar þær mæta Snæfelli í deildinni á morgun á Ásvöllum. Katie hefur leikið undanfarin ár í þýskalandi bæði í 1. og 2. deild og lék síðast með liði Oberhausen í 1. deildinni. Katie er lýst sem miklum íþróttamanni, lunkin með boltann og fínasta skytta.
Katie lék aðeins þrjá leiki með liði Oberhausen á þessari leiktíð en var leyst undan samningi sökum sparnaðar. Í þessum þremur leikjum skorðaði hún 8 stig að meðaltali. Áður en hún gekk til liðs við Oberhausen spilaði hún með liði Osnabrück í 2. deildinni í tvö ár og gerði 19 stig að meðaltali á þessum tveimur árum.
Snodgrass er 175 cm á hæð og getur spilað stöðu bakvarðar eða skotbakvarðar. Hún spilaði með Sothern Nazarena University í Oklahoma og var með tæp 10 stig að meðaltali yfir háskólaferilinn.