Áfram höldum við umfjöllun okkar um leik Hauka og Stjörnunnar í undanúrslitum Eimskipsbikars kvenna sem fram ferð á morgun, laugardag, klukkan 16:00 á Ásvöllum. Liðin mættust síðastliðinn laugardag þar sem Haukar unnu sanngjarnan sigur, 30 – 27, og Ramune fékk rautt spjald. Ramune verður í banni á morgun og því má búast við Haukastúlkum ennþá ákveðnari í að vinna leikinn þar sem rauðaspjaldið sem Ramune fékk var vægast sagt harður dómur.
Síðustu daga er búið að birtast hér á heimasíðunni viðtal við Díönu, þjálfara Hauka, nokkrir punktar um liðin auk þess sem Harpa Melsteð er búin að segja hvaða tilfinningu hún hefur fyrir leiknum. Nú munum við birta hvað þrír leikmenn liðsins hafa að segja um leikinn.
Leikmennirnir sem við fengum til að svara spurningunni voru þær Erna Þráinsdóttir, Nína Kristín Björnsdóttir og Bryndís Jónsdóttir.
Erna: Þessi leikur leggst mjög vel í mig og hlakka bara til. Það kemur ekkert annað til greina en að mæta 150% til leiks, hafa gaman af þessu og landa sigri á heimavelli.
Bryndís: Leikurinn leggst bara vel ì mig, þetta verður hörkuleikur og ekki annað ì boði nema sigur 😉
Nína Kristín: Ég hlakka bara til. That’s all I’ve got to say. 😉
Það má búast við hörkuleik á Ásvöllum á morgun en Haukaliðið mun tefla fram „leynivopni“ í leiknum sem mun koma flestum áhorfendum á óvart.
Fjölmennum á Ásvelli og hvetjum stelpurnar til sigurs og látum vel í okkur heyra í pöllunum.