Haukar – Stjarnan: Hvað segir Harpa Melsteð?

Eimskipsbikarinn 2009

Eins og fram hefur komið á síðunni fer fram leikur Hauka og Stjörnunnar í undanúrslitum Eimskipsbikarsins á morgun, laugardag. Leikurinn hefst klukkan 16:00 á Ásvöllum. Liðin hafa mæst fjórum sinnum í vetur og hefur hvort lið unnið tvo leiki. Það má því búast við hörkuleik.

Við höfðum samband við Hörpu Melsteð og spurðum hana hvað hún haldi varðandi leikinn.

Harpa:  „Þetta verður hörkuleikur á milli tveggja frábærra liða. Ramúne verður í leikbanni en stelpurnar sýndu það og sönnuðu í síðasta leik að það kemur alltaf maður í manns stað. Með frábærri liðsheild og baráttu eins og í síðasta leik efast ég ekki um að við náum að sigra. Margar í liðinu hafa upplifað Höllina oftar en einu sinni og það ætti heldur betur að „mótivera“ mannskapinn. Við þurfum að ná upp hörkuvörn og þá fáum við hraðaupphlaup og markvörslu með. Vonandi koma okkar frábæru áhorfendur til með að fylla Ásvelli og gera allt brjálað.

Áfram Haukar“