Eins og flestir sem lesið heimasíðuna síðustu daga ættu að vita fer fram leikur Hauka og Stjörnunnar í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í dag á Ásvöllum. Leikurinn hefst stundvíslega klukkan 16:00.
Síðustu daga höfum við birt viðtöl við leikmenn og þjálfara Haukaliðsins og nú er komið að lokaviðtalinu en við fengum Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur, fyrirliða Haukaliðsins, til að svara nokkrum spurningum.
Hvernig eru leikmenn Hauka stemndir fyrir leikinn?
Það er góður stemmari í hópnum, það er ekkert annað í boði hjá okkur en blóð,sviti og tár.
Liðið leikur án Ramune, hefur það mikil áhrif?
Þetta er mjög mikill missir fyrir okkur, það kemur ekki maður í manns stað fyrir þennan leikmann. En að sjálfsögðu ætlum við druslurnar að ná upp sama stemmara og í síðasta leik þá er ekki spurning hvernig fer að leikslokum.
Nú virtist það virka vel gegn Stjörnunni á laugardaginn að ganga út í Alinu Petrache. Er það leiðin til að stöðva Stjörnuna?
Alina er hörku skytta, en ef við göngum út í hana eins og síðast þá er ekki spurning hver hefur vinninginn, en í Stjörnuliðinu er góður leikmaður í hverri stöðu og við þurfum að spila fanta vörn svo hlutirnir gangi upp.
Nú hefur áhorfendum á leikjum Hauka jafnt og þétt fjölgað í vetur og má áætla að hugsanleg skýring sé gott gengi liðsins. Ertu ánægð með stuðning áhorfenda í vetur?
Ég er mjög ánægð með stuðningsmenn okkar og það er mjög mikil ánægja að sjá og heyra að þeim fer fjölgandi. Stuðningurinn í síðasta leik skipti mjög miklu máli, mér fannst við vera 8 inn á vellinum í seinni hálfleik og svoleiðis vil ég finna fyrir aftur. Stuðningur skiptir mjög miklu mál og gefur druslunum alveg heilan helling.
Nú skiptir stuðningur áhorfenda sennilega meira máli en nokkru sinni fyrr, er eitthvað sem fyrirliðinn vill koma á framfæri við stuðningsmenn liðsins?
Stuðningsmenn, stuðningur ykkar í þessum leik skiptir mjög miklu máli, vonandi sjáum við druslurnar sem flesta á leiknum.
Það skal tekið fram að þegar Hanna talar um druslurnar á hún að sjálfsögðu við lið Hauka. Síðustu árin hafa leikmenn liðsins kallað sig druslurnar og munu líklega halda því áfram næstu árin.
En eins og fyrr segir hefst leikurinn klukkan 16:00 í dag og um að gera fyrir alla handboltaáhugamenn að skella sér á völlinn og sjá toppslag.