Á laugardaginn næstkomandi klukkan 16:00 fer fram lokaleikur Hauka í 1.deildinni í ár. Haukar taka þá á móti Stjörnunni á Ásvöllum.
Leikur Hauka og Stjörnunnar og Selfoss og ÍBV verða báðir leiknir klukkan 16:00 á laugardaginn en hinir leikirnir í umferðinni verða leiknir tveimur tímum fyrr en klukkan 14:00.
Ástæðan er sú, að 2.deildin klárast einnig á laugardaginn og þá mun ÍH spila gegn Tindastól klukkan 14:00 á grasvellinum á Ásvöllum og ekki var hægt að vera með báða leikina á sama tíma. ÍH er í harðri botn baráttu og þurfa á öllum stigunum að halda til að vera öryggir að halda sæti sínu í deildinni. Nokkrir Haukamenn eru í liði ÍH og því ekkert að því fyrir knattspyrnuáhugamann að líta einnig á þann leik.
Stjörnumenn eru í harðri baráttu um að komast í Landsbankadeildina og með sigri eru þeir komnir upp, en fyrir leikinn eru þeir í 2.sæti deildarinnar einu stigi meira en Selfoss, sem eins og fyrr segir leika gegn ÍBV.
Síðasti tapleikur Stjörnunnar í deildinni var gegn Haukum í síðustu umferð og eru Stjörnumenn því taplausir í allri seinni umferðinni og eru búnir að vera á fljúgandi siglingu að undanförnu.
Haukaliðið hefur hinsvegar ekki gengið sem skildi í seinni umferðinni og vilja líklega klára mótið með sæmd.
Við hvetjum Haukafólk að fjölmenna á síðasta leik sumarsins, en búist er við hörku leik enda mikið í húfi fyrir Stjörnuliðið og vilja leikmenn Hauka greinilega sýna hvað í þeim býr.