Haukar – Stjarnan

HaukarNæstkomandi Mánudag 16. ágúst mætum við sprækum löxum úr Garðabæ, en þá mun Stjarnan mæta á Vodafonevöllinn. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur því með sigri komum við okkur í ágæta stöðu fyrir lokaátökin í deildinni. Við höfum sýnt það í sumar að Haukar spila fantaflottan fótbolta, en herslumunin hefur vantað. Með okkar stuðningi tökum við laxveiðimennina úr Garðabænum og sýnum þeim hvernig eigi að fagna mörkum með stæl. Allir á völlinn og styðjum okkar menn.´

Áfram Haukar 

 

Haukar – Stjarnan

Leikur 2. flokks Hauka við Stjörnuna sem fram átti að fara síðasta laugardag var frestað og verður hann leikinn á morgun, þriðjudag, klukkan 19:30 á Stjörnuvelli. Þetta er síðasti leikur 2. flokks á árinu þannig að ég hvet sem flesta til þess að mæta og bera stjörnum framtíðarinnar augum.

Áfram Haukar!!!

Haukar-Stjarnan

Sunnudaginn 20 febrúar mun fara fram leikur í Fífunni, leikurinn mun vera annarl eikur Haukastelpnanna í Faxaflóamótinu. Að þessu sinni er það stjarnan sem mætir okkar sterka liði..
Nú loksins geta Svetlana & Slaðana sýnt hvað í þeim býr.. Tanja mun að öllum líkindum ekki spila vegna meiðsla sem hún hlaut á sinni fyrstu æfingu með okkur.. Svetlana mun vera öftust í vörninni og tanja mun, ef hún verður fær í að spila, vera frammi.. ekki er víst hvaða stöðu Slaðana mun spila en ég býst við að hún verði með Svetlönu í vörninni..

Að vana óska ég þess að allir sem geta komi og hvetji okkur stelpurnar…