Haukar-St. Otmar mfl.kvenna

Stelpurnar okkar kláruðu dæmið og unnu St. Otmar í seinni leik liðanna á Ásvöllum í dag, lokatölur 29-20.

Eftir stórsigur Hauka í gær var ljóst í upphafi leiks í dag að einbeiting leikmanna var ekki alveg í lagi. Mikið var um mistök, lítið um varnir og sóknin í hálfgerðu bulli. Haukar skoruðu fyrsta markið og voru með yfirhöndina framan af leik, en þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður jöfnuðu gestirnir 9-9 og 10-10. Þá tóku stelpurnar okkar á sig rögg og höfðu yfir 14-11 í hálfleik. Í seinni hálfleik juku þær forskotið jafnt og þétt og unnu glæsilegan sigur 29-20.

Frábær árangur hjá stelpunum okkar sem eru hér með komnar í 3. umferð EHF keppninnar. Dregið verður þriðjudaginn 11. okt. og kemur þá í ljós hverjir mótherjarnir verða. Þriðja umferðin verður spiluð í byrjun janúar.