Haukar töpuðu fyrir Keflavík í kvöld 85-65 í úrslitaleik um lokasætið í A-hluta Iceland Express-deildar kvenna.
Deildinni verður skipt í A og B-hluta og leika Haukar í B-hlutanum eftir ósigur kvöldsins ásamt Njarðvík, Snæfell og Val.
Eftir jafnan fyrsta leikhluta fór allt í baklás í öðrum leikhluta og Keflvíkingar keyrðu upp muninn. Staðan í hálfleik var 46-28 heimastúlkum í vil.
Haukar náðu aðeins að minnka muninn í seinni hálfleik en höfðu ekki erindi sem erfiði og töpuðu leiknum.
Stigahæst hjá Haukum var Heather Ezell með 24 stig en Kiki Lund skoraði 16.
Umfjöllun um leikinn á Karfan.is