Haukar – Snæfell á fimmtudaginn í lengjubikar kvenna

Lele Hardy spilar fyrsta heimaleikinn á fimmtudaginn með HaukumSnæfellskonur mæta í heimsókn í Schenkerhöllina á fimmtudaginn, þann 19. september. Haukastúlkurnar hafa unnið báða sína leiki í riðlinum og geta með sigri tyllt sér á toppinn í B-riðlinum.

Þetta er jafnframt fyrsti heimaleikur Lele Hardy í Haukabúningnum. Hardy átti frábæran fyrsta leik með Haukum í Njarðvík þar sem Haukastúlkurnar unnu nokkuð þægilegan sigur.

Snæfell hefur einnig unnið báða sína leiki og má því búast við hörkuleik tveggja góðra liða.