Haukar skutust í annað sætið

Haukar unnu fyrr í kvöld Fjölni 71-60 í Iceland Express-deild kvenna.

Eftir sigurinn eru Haukar í 2. sæti í Iceland Express-deild kvenna með fjóra sigra í fimm leikjum.

Mynd: Helena Hólm að sækja að körfu Fjölniskvenna – Ljósmyndari Ásgeir Örn Jóhannsson

Haukar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náði góðri forystu mjög snemma. Leiddi með 14 stigum eftir fyrsta leikhluta 25-11 og í hálfleik var forysta Hauka 17 stig, 42-25.

Í seinni hálfleik náðu Fjölnisstúlkur að minnka muninn og spila sig inní leikinn að nýju.

Minnkuðu þær muninn jafnt og þétt en Haukar voru sterkari á endasprettinum og höfðu sigur. Guðbjörg Sverrisdóttir kláraði leikinn með þriggja-stiga körfu þegar um ein og hálf mínúta var eftir og jók muninn í 13 stig 67-54.

Lokatölur voru 71-60.

Stigahæst hjá Haukum var Kristrún Sigurjónsdóttir með 18 stig, Slavica Diimovska skoraði 15 stig og þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Telma Fjalarsdóttir voru með 14 stig hvor.

Stigahæst hjá Fjölni var Ashley Bowman með 28 stig.

Umfjöllun og myndir úr leiknum er á Karfan.is