Haukar sigruðu Vandaskog Sjakklubb

Krakkarnir okkar í barna og unglingastarfi skákdeildar Hauka sigruðu Vandaskog Sjakklubb frá Sveio í Noregi (Nærri Bergen) örugglega í kvöld með 43,5 vinningum gegn 20,5 vinningum norska liðsins.

Athygli vakti hversu margar efnilegar stúlkur skipuðu norska liðið sem eins og okkar lið var skipað börnum og unglingum á aldrinum 7 til 15 ára en í norska liðinu voru alls 5 stúlkur af 8 keppendum en aðeins ein í heimaliðinu.

Tefldar voru alls 8 skákir með umhugsunartíma 10 mínútur á mann. þe. allir í okkar liði tefldu við alla í hinu liðinu.

Það var augljóst að okkar krakkar réðu betur við hraðann í skákunum því oft var hægt að bjarga vondum stöðum í vinninga á því að fella andstæðinginn á tíma eða þá að hrella hann í tímapressu.

Árangur heimamanna.
Sverrir Þorgeirsson 8 vinninga af 8!
Svanberg Már Pálsson 8 vinninga!
Hans Adolf Linnet 7,5 v.
Gabríel Orri Duret 7 v.
Magni Marelsson 5 v.
Jóhann Hannesson 4 v.
Agnes Linnet 3 v.
Sigurður Duret 1 v. (tefldi einungis 4 skákir)

Lið Vandaskog Sjakklubb
Anette Strömmen 4,5 v.
Caroline Jacobsen 4 v.
Oscar Jacobsen 3,5 v.
Thomas Lie Larsen 3 v.
Victoria Jacobsen 2 v.
Mart L Rassmussen 1,5 v.
Helena C. N. Vikse 1 v.
Hákon Urnes 1 v.