Haukar báru sigur úr býtum í Hafnarfjarðarmótinu í handbolta sem fram fór nú um helgina. Strákarnir spiluðu vel og sigruðu andstæðinga sína nokkuð örugglega. Í lokaleik mótsins voru FH ingar lagðir með 5 marka mun 25 – 20. Okkar menn litu vel út og greinilegt er að Halldór Ingólfsson er að gera góða hluti með strákana okkar. Nú á miðvikudaginn 22. sept kl 19:30 mætum við Val í leik meistara meistaranna hér að Ásvöllum. Við hvetjum alla til að mæta og styðja okkar menn til sigurs.
Áfram Haukar!
Halldór Ingólfsson búinn að landa sínum fyrsta titli sem þjálfari Hauka