Haukar sigrðu Fjölni örugglega

EmilHaukar fylgdu eftir góðum sigri á Kefllavík í síðasta leik með öruggum sigri á Fjölni í Grafarvogi í kvöld 79-68. Ljóst var frá fyrstu mínútu leiksins að Haukar ætluðu sér ekkert annað en sigur í leiknum. Allur annar bragur er nú á leik liðsins og börðust leikmenn Hauka eins ljón frá fyrstu mínútu leiksins.

Haukar byrjuðu leikinn af krafti og komust Haukar í 13 – 2 eftir 4. mínútna leik og unnu síðan fyrsta leikhluta 27-14. Haukarnir voru að skora mikið undir körfunni og með skotum af stuttu færi eftir góðar stoðsendingar frá Hayward, Aleek og Emil Barja. Stigaskor Haukanna var að dreyfast vel á milli leikmanna á meðan Nathan Walkup var nánast einn að skora stiginn fyrir Fjölni.

Sóknar- og öflugur varnarleikur Haukamanna hélt áfram að ganga vel í öðrum leikhluta og var greinilegt að öflug mótspyrna Haukamanna sem og mikil hvattning stuðningsmanna Hauka sem mættu vel í Grafarvoginn í kvöld var farinn að fara í pirrurnar á leikmönnum og þjálfara Fjölnis. Á stuttum tíma undir lok annars leikhluta voru dæmdar tvær tæknivillur á Fjölnismenn. Í hálfleik var staðan 46-27 fyrir Hauka eftir að mesti munur á milli liðanna hafði verði 22 stig 46-24 en Fjölnismenn skorðuð 3 stiga flautukörfu í lok 2.leikhluta.

Fjölnismenn komu mun sterkari til seinni hálfleiks og mættu með mun ákveðnari vörn og einnig fór sóknarleikur þeirra að ganga betur þar sem þeir fóru að fá framlag frá fleiri leikmönnum. Haukar náðu þó að halda Fjölni vel frá sér en að loknum þriðja leikhluta var staðan 61-46 fyrir Hauka.

Fjölnir reyndu síðan hvað þeir gátu í 4 leikhluta að minnka muninn og tókst að koma honum um tíma niður í 7 stig þegar 1 mínúta var eftir en Haukar kláruðu leikinn með 4 síðustu stigunum þar sem Örn Sigurðarson og Hayward Fain tróðu boltanum í körfuna með látum í tveim síðustu sóknum Haukamanna. Öruggur sigur í höfn 79-68 þar sem Haukar fengu gott framlag frá öllum leikmönnum sínum en Pétur þjálfari dreyfði álaginu vel á leikmenn sína en 11 leikmenn Hauka spiluðu leikinn í dag!

Stigaskor og framlag leikmanna Hauka dreyfðist vel og var sérstaklega ánægjulegt að sjá Emil Barja eiga sinn annan stjörnuleikinn í röð en hann var stigahæstur í dag með 16 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar auk þess að spila mjög góða vörn á Calvin O´Neal sem átti erfitt uppdráttar í kvöld. Örn Sigurðarson átti einnig góða innkomu af bekknum var nokkuð öruggur í sínum skotum, skoraði 12 stig og tók 5 fráköst á aðeins 17 mínútum sem hann spilaði en Örn fékk fékk 3 villur fljótt í fyrri hálfleik og spilaði því minna. Helgi Björn Einarsson átti mjög góðan leik sérstaklega í fyrri hálfleik en Helgi skorði 10 stig og tók 7 fráköst í kvöld. Þá spilaði Helgi góða vörn á aðal skorara Fjölnismanna Nathan Walkup. Þá átti Steinar Aronsson góða innkomu.

Erlendu leikmenn Hauka hafa spilað betur en í þessum leik en þeir voru þó að spila samherjana betur upp en áður hefur sést í leikjum liðsins í vetur. Þá var stigaskor Haukamanna að dreyfast vel á milli manna en 5 leikmenn Hauka skoruðu 10 stig eða meira. Næsti leikur strákanna er eftir 10 daga en þá kemur efsta lið deildarinnar Grindavík í heimsókn í Shenker höllina. Eftir síðustu tvo sigurleiki hafa vonir glæðst um að liðið ná að halda sér í deildinni en enn eru eftir 10 stig í pottinum til að ná í . Með áframhaldandi baráttu Haukastráka eins og þeir hafa sýnt síðustu tvo leiki þá geta þeir unnið hvaða lið sem er hér á landi.

Umfjöllun um leikinn á karfan.is er hér