Haukar og Selfoss mætast í 1.deild karla í kvöld kl. 20:00 á Ásvöllum. Selfysingar og Haukar hafa farið á milli deilda saman undanfarin ár, allt frá því að fara uppúr 2 .deildinni, 1. deildinni og féllu svo saman í fyrra úr Pepsi-deildinni.
Haukar hafa ekki enn innbyrt sinn fyrsta sigur á heimavelli í sumar og hafa einungis fengið fimm stig í síðustu sex leikjum. Selfyssingar eru hins vegar á miklu skriði og hafa unnið síðustu sex leiki sína í deildinni og sitja í 2. sæti með 22 stig, átta stigum fleiri en Haukar.
Dómari leiksins í kvöld er Gunnar Sverrir Gunnarsson en hann dæmdi einmitt leik Hauka og ÍA í 7. umferð þar sem hann ákvað að gefa Skagamönnum vítaspyrnu og hvergi fengu Haukarar afsökunarbeiðni eftir þann leik. Haukar eru nú orðnir vanir því að fá á sig gefnar vítaspyrnur eins og sást berlega í síðsta leik gegn Þrótturum.
Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á HaukarTV og hefst útsendingin rétt rúmlega tíu mínútum fyrir leik. Annars hvetjum við að sjálfsögðu alla til að fjölmenna á Ásvelli í kvöld.
Áfram Haukar!