Haukar – Selfoss á morgun!

Á morgun, föstudag munu Selfyssingar mæta á Ásvelli. Leikurinn hefst klukkan 20:00.

Haukamenn töpuðu síðasta leik í deildinni 2-1 gegn KA á Akureyri, en mark Hauka skoraði Denis Curic.

Selfyssingar eru aftur á móti enn taplausir í deildinni með 10 stig í 2.sæti. Þeir sigurðu Þór Akureyri á heimavelli í síðustu umferð 5-2. Selfyssingar hafa skorað lang flestu mörkin í 1.deildinni í ár eða 14 samtals, það gera 3,5 mörk í leik. Henning Jónasson og Sævar Gíslason hafa skorað samtals 10 mörk.

Haukar eru í 7.sæti með 5 stig.

Goran, Hilmar Emils. og Óli Jón eru enn meiddir og munu að öllum líkindum ekki spila með á morgun.

Dómari leiksins verður Hans Kristján Scheving og honum til aðstoðar verða Jóhann Gunnarsson og Eðvarð Atli Bjarnason. Eftirlitsmaður KSÍ á leiknum verður Þorvarður Björnsson.

Haukar – Selfoss á morgun klukkan 20:00 á Ásvöllum. ALLIR Á VÖLLINN!