Haukar – Selfoss á fimmtudag kl 18

Brynjar hefur skorað 8 mörk í sumar.Á fimmtudag klukkan 18 fá strákarnir okkar Selfyssinga í heimsókn í næstsíðasta heimaleik þeirra á tímabilinu.

Liðin eru í áttunda og níunda sæti deildarinnar með jafn mörg stig en Haukar eru með betri markatölu.

Með sigri geta Haukar endanlega kvatt falldrauginn.

Þegar þrír leikir eru eftir þá erum við 7 stigum frá fallsæti og er því enn fræðilegur möguleiki á falli.

 

Haukar hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum gegn Grindavík og K.A. á útivelli en unnu síðasta heimaleik gegn K.V.

Mæting á heimaleiki strákanna hefur verið eins og gengi liðsins, svona upp og ofan en núna viljum við klára tímabilið með stæl, bæði í mætingu og úrslitum.

Því eru allt Haukafólk kvatt til að mæta á völlinn og styðja við bakið á okkar mönnum.

Áfram Haukar!!