Haukar sóttu sigur í Garðabæ

Tímabilið er hafið hjá mfl. kvenna í körfu en þær spiluðu við lið Stjörnunnar frá Garðabæ í gærkvöld í Lengjubikar kvenna. Haukar unnu afgerandi sigur á Garðbæingum 54-80 en því miður liggur tölfræði ekki fyrir.

Hjá Stjörnunni má finna að minnsta kosti fjóra fyrverandi leikmenn Hauka en þær systur Hanna og Bára Hálfdanardætur, Bryndís Hanna Hreinsdóttir og Heiðrún Ösp Hauksdóttir spila allar í Garðabænum.

Tomasz Kolodziejski ljósmyndari karfan.is mætti á völlinn og afraksturinn má finna í þessu ljósmyndasafni