Síðastliðinn mánudag mættu Haukar Stjörnunni í Schenkerhöllinni og voru okkar menn í bílstjórasætinu allan tímann en leikurinn endaði 28-16 (12-7). Margir leikmenn voru að leika vel en enginn betri en Giedrius sem varði 22 skot og var með ca. 61% markvörslu sem er frábært.
Á morgun föstudag fara Haukapiltar til Eyja og vilja sæll minninga vafalítið ná að sýna sitt rétta andlit gegn ÍBV í 60 mínútur en eins og menn muna þá áttu Haukar frábæran leik gegn ÍBV í undanúrslitum Coca Cola bikarsins en því miður var sá leikur aðeins góður í 45 mínútur. Eyjamenn snéru þá vonlítilli stöðu í sigur og slógu okkar menn út. Í byrjun febrúar mættust liðin í deildinni í Eyjum og þá sigruðu Haukar 17-21 (9-11).
Staða liðann í deildinni er svipuð en Haukar eru í 5. sæti með 23. stig og hafa ekki tapað leik í deildinni það sem af er árinu. ÍBV situr í 6. sæti með 22 stig en á leik til góða.
Leikurinn á morgun hefst kl. 19:30.
Áfram Haukar!