Haukar sækja ÍR heim í kvöld í Olísdeild karla

Adam Haukur og félagar í mfl. karla mæti ÍR í kvöld. Mynd Binni.Eftir dramastískan handboltaleik gegn Stjörnunni í síðustu viku þá er komið að því að okkar menn fari í Austurbergið og mæti ÍR. Leikurinn hefst kl. 19:30. Lið ÍR hefur farið vel af stað og er taplaust eftir fyrstu 4 leikina með 3 sigra og 1 jafntefli og sitja í 2. sæti deildarinnar. Haukapiltar eru í 6. sæti með 1 sigur, 1 jafntefli og 2 töp sem bæði hafa komið á útivelli og báðir leikirnir hafa tapast með einu marki. 

Nú skellum við okkur í Austurbergið í kvöld og styðjum okkar menn til sigurs. Mætum í rauðu.

Áfram Haukar!