Haukastrákar mæta úrvalsdeildarliði Fram í bikarnum á miðvikudag, kl. 19.15 og fer leikurinn fram á Laugardalsvellinum. Haukar eru sem stendur í 2. – 3. sæti 1. deildar karla ásamt Fjölni en Framarar eru í 9. sæti Pepsi deildarinnar eftir frekar erfiða byrjun en liðinu var spáð mjög góðu gengi fyrir tímabilið.
Bráðskemmtileg tilviljun ræður því að einmitt þessi sömu lið mætast í bikarkeppni kvenna. Þar taka Haukastelpur á móti Framstúlkum á Ásvöllum kl.20:00 annaðkvöld, þriðjudagskvöld. Bæði lið hafa byrjað Íslandsmótið vel, Haukastelpur eru með fjögur stig eftir tvo leiki í A-riðli 1.deildar kvenna en Framstúlkur eru með fullt hús stiga í B-riðlinum eftir þrjá leiki.
Haukafólk!! Fjölmennum á völlinn og styðjum bæði lið til sigurs!