Um helgina leikur meistaraflokkur karla í handknattleik tvo leiki í Evrópukeppni bikarhafa gegn þýska stórliðinu, Nordhorn. Nordhorn keypti heimaleik Hauka og því munu báðir leikirnir fara fram í Þýskalandi um helgina.
Fyrri leikurinn fer fram á morgun, föstudag en seinni leikurinn á sunnudaginn. Liðið fór út í morgun og flaug til Amsterdam og fór svo með rútu til Nordhorn en liðið gistir á Hotel Am Stadtring. Liðið mun svo æfa einu sinni í dag, svo aftur á morgun um hádegið en leikurinn á morgun fer fram um kvöldmatarleytið.
Leikurinn á sunnudaginn fer svo fram klukkan 16:00 en leikurinn á morgun (föstudag) hefst klukkan 19:30 á íslenskum tíma.
Unnið er að því að reyna fá leikina textalýstan hér á síðunni en það verður einnig greint hér frá á síðunni við fyrsta tækifæri.
Við hvetjum því áhugafólk um handknattleik að kíkja hér við á síðunni á morgun og athuga hvort að leikurinn verði textalýstur.