Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla í knattspyrnu, hefur valið hópinn sem leikur á Svíþjóðarmótinu dagana 18. – 24. júlí. Leikmenn í þessum hópi eru fæddir 1994 og síðar en leikið er gegn Wales, Svíþjóð og Noregi.
Hægt er að fylgjast með gengi liðsins á heimasíðu KSÍ – smellið HÉR.
Leikmenn Hauka sem taka þátt í þessu verkefni eru Aron Jóhann Pétursson, Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Björgvin Stefánsson og Magnús Þór Gunnarsson.
Áfram Haukar!