Haukar taka á móti Gróttu á Ásvöllum á föstudaginn í 7. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 19:15. Hauka-grillið verður á staðnum frá kl. 18:00.
Eftir sex leiki eru okkar drengir með sex stig í 8. – 9. sæti en Grótta situr á botninum með eitt stig.
Strákarnir okkar hafa beðið lægri hlut á sterkum útivöllum í síðustu tveimur leikjum, gegn Fjarðarbyggð og Þór, þannig að um er að ræða afar mikilvægan heimaleik þar sem markmiðið er að landa þremur stigum en liðið hefur unnið báða heimaleikina til þessa, gegn Grindavík og Fram.
Leikmenn hvetja stuðningsmenn Hauka að fjölmenna á Ásvelli á föstudaginn og sýna góðan stuðning eins og í leikjunum gegn Grindavík og Fram. Tilvalið að mæta aðeins fyrr og fá sér einn borgara og taka spjallið.
Konur fá frítt á leikinn í tilefni dagsins.
Áfram Haukar!