Haukar mæta Víking á fimmtudagskvöld

Haukar

Haukar mæta Víking Reykjavík í 1. deild karla nk. fimmtudagskvöld og hefst leikurinn kl. 20:00 á Ásvöllum.  Haukar í horni og aðrir stuðningsmenn, ásamt strákum í 6. og 7. flokki karla og foreldrum þeirra, verða með pylsupartý frá 18.30.   Óli Jó mun svo fara yfir leikinn með stuðningsmönnum rétt fyrir leik.

Haukar eru sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig en Víkingur R. er í níunda sæti með 10 stig.

Nú er um að gera að fjölmenna á Ásvelli og hvetja okkar menn til sigurs!