Haukar mæta toppliði Aftureldingar á morgun

Patrekur og strákarnir í mfl. karla eru staðráðnir í að sækja tvö stig í Mosó annað kvöldAnnað kvöld hefst 7. umferð Olísdeildar karla og okkar menn sækja topplið Aftureldingar heim. Leikurinn hefst kl. 19:30. Aftureldingu var spáð 7. sæti í deildinni fyrir mót en hafa sannarlega komið á óvart í fyrstu umferðunum og eru taplausir á toppi deildarinnar með 12 stig. Haukapiltar sitja sem stendur í 6. sætinu, hafa unnið 2 leiki, gert 2 jafntefli og tapað naumlega 2 leikjum. 
Það er ljóst að það verður hart barist í Mosó annað kvöld um þessi tvö stig sem eru í boði. Mikil stemmning hefur verið á heimaleikjum Aftureldingar og við munum að sjálfsögðu fjölmenna á pallana og láta vel í okkar heyra. 

Strákarnir okkar sýndu mikinn karakter í síðasta leik þegar þeir lögðu Valsmenn með einu marki í Schenkerhöllinni og þeir eru staðráðnir í að halda áfram á sigurbraut.

Áfram Haukar!