Í morgun var dregið í 3.umferð Evrópukeppni félagsliða. Haukar drógust gegn Ungverskaliðinu Pler KC frá Búdapest. Fyrri leikurinn fer fram á Ásvöllum annað hvort 14. eða 15. nóvember og seinni leikurinn viku síðar.
Um er að ræða 32-liða úrslit en í pottinum voru nokkur stórlið og einnig Íslendingalið á borð við, Flensburg, Lemgo, Celje Lasko, GOG Svendborg, Kadetten.