Haukar mæta KR í dag

Haukar spila sinn fyrsta leik í Iceland Express deildinni á þessu tímabili í dag þegar lið KR kemur í heimsókn á Ásvelli. Verður þetta þriðji leikur liðsins við KR í röð en liðin mættust í Lengjubikarnum í september og svo í meistarakeppni KKÍ á sunnudaginn. KR liðið hefur haft betur í báðum leikjunum en Henning Henningsson, þjálfari, segir að það sé hugur í stelpunum.

„Gengi liðsins á undirbúningstímabilinu hefur verið svolítið rokkandi og lengri tíma hefur tekið að slípa til liðið en til stóð“ sagði Henning þegar að heimasíðan náði tali af honum í dag.

Henning segir jafnframt að mikil tilhlökkun sé í hópnum að hefja tímabilið. „Það er góður hugur í okkar stelpum núna og mikil tilhlökkun að hefja tímabilið.“

Haukar koma til með að leika án fyrirliðans Telmu Fjalarsdóttur  sem er búin að vera meidd allt tímabilið. Hún er þó farin að hreyfa sig og verður vonandi komin í búning sem fyrst enda mikill baráttuhundur þar á fer. Haukar leika einnig án Alyshu Harvin sem heldur  eins og fram hefur komið til síns heima í dag.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og eru Haukamenn og konur hvattir til að koma og standa við bakið á al íslensku liði Hauka á morgun.