Haukar mæta KR á fimmtudagskvöld

Haukar

Haukar mæta KR í Lengjubikarnum á morgun, fimmtudag, og fer leikurinn fram á KR-vellinum í Vesturbænum kl. 19:00.   Strákarnir okkar unnu góðan sigur gegn Selfossi í síðustu umferð Lengjubikarsins, 1 – 0, þar sem Hilmar Trausti skoraði.

Við hvetjum alla Haukamenn til að fjölmenna á leikinn og hvetja okkar menn til sigurs en Haukar eru með þrjú stig í A deild karla, riðli 1, en KR er með níu stig.  ÁFRAM HAUKAR!