Haukar mæta Fram í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn

HaukarHaukar unnu í gær sætan sigur á ÍR í fjórða leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Með sigrinum í gær tryggðu Haukar sig inn í úrslit, því þrjá sigra þurfti til að komast áfram.

Leikurinn í gær var jafn til að byrja með en eftir um tíu mínútna leik fékk Sturla Ásgeirsson rautt spjald fyrir að kasta boltanum í höfuð Arons Rafns Eðvarssonar, markvarðar Hauka, í vítakasti. Augljóslega óviljaverk hjá Sturlu en reglurnar eru einfaldar og kveða á um að fyrir slíkt skuli refsa með rauðu spjaldi.

Brottreksturinn virtist hafa góð áhrif á ÍR-inga til að byrja með allavega því þeir tóku leikinn í sýnar hendur og náðu góðri forystu, sem mest var fjögur mörk í stöðunni 12-8. Smá saman komust Haukar hins vegar aftur inn í leikinn og góður kafli í byrjun seinni hálfleiks þar sem Haukar náðu fjögurra marka forystu varð heimamönnum að falli. Haukar silgdu sigrinum nokkuð öruggulega í hús og fögnuðu verðskulduðum sigri í lokin. Lokatölur urðu 21-20.

Upptöku af leiknum í heild sinni má sjá á sporttv.is með því að smella hér

Andstæðingar okkar Hauka í úrslitaleikjunum verða Framarar en þeir unnu sigur á FH í gær og því einvígið 3-1. Fyrsti leikur Hauka og Fram verður eftir slétta viku, mánudaginn 29. apríl næst komandi.