Haukar heimsækja Þrótt Reykjavík í 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld en bæði lið eru jöfn af stigum í deildinni. Haukar eru þó ofar á töflunni vegna betri markamun.
Haukum hefur gengið mjög vel á útivelli í sumar og því má búast við hörkuleik á Valbjarnarvellinum kl. 20.00 í kvöld. Við hvetjum alla Haukamenn að mæta á leikinn og styðja sína menn.
Áfram Haukar!