Haukar mæta ÍR í kvöld

HaukarHaukar mæta ÍR í Iceland Express deild karla í kvöld og leikið verður í Seljaskóla. Haukar unnu góðan sigur á ÍR í fyrri leik liðanna og hefur unnið tvo leiki í röð í deildinni. ÍR hefur verið á miklu skriði undanfarið eftir dapra byrjun og því ljóst að um hörku leik verður að ræða.

Haukar eru sem áður í 5. sæti deildarinnar með 16 stig en ÍR situr í því 8. með 12 stig. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Seljaskóla.

Allir að mæta í Hellinn og hvetja Hauka til sigurs.