Haukar mæta Leikni miðvikudagskvöldið 3. september í 1. deild karla í knattspyrnu. Hefst leikurinn kl. 18:00 á gervigrasinu á Ásvöllum. Gengi Hauka að undanförnu hefur verið erfitt en liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.
Eftir frábæra byrjun hafa Haukar aðeins gefið eftir og eru sem stendur í fimmta sæti í 1. deild með 27 stig að 19 umferðum loknum. Leiknismenn eru aðeins neðar eða í 10. sæti með aðeins 17 stig, tveimur stigum frá fallsæti.
Tvö stig eru í næsta lið sem er KA en þeir eru í fjórða sæti með 29 stig.
Fyrri leikur Hauka og Leiknis endaði með 2-3 sigri Hauka á Leiknisvelli þar sem Denis Curic skoraði tvö mörk og Ásgeir Þór Ingólfsson setti eitt.
Mynd: stefan@haukar.is – Hilmar Rafn Emilsson hefur verið á skotskónum að undanförnu og skorað í tveimur af síðustu þremur leikjum Hauka.