Samkomulag hefur tekist á milli Hauka og Naturhouse Ciudad La Rioja um að báðir leikir liðanna í fjórðu umferð Evrópukeppni félagsliða fari fram í Logrono á Norð-austur Spáni dagana 20. og 21. febrúar n.k.
Strákarnir munu halda utan 18. febrúar og ráðgert er að koma heim 22. febrúar. Meginástæða þess að Haukar velja að gera þetta samkomulag er að halda aftur af kostnaði félagsins við þátttöku í Evrópukeppninni.
Ólíkt því sem viðgengst í knattspyrnuheiminum og fregnir hafa borist af að undanförnu, er þátttaka í Evrópukeppni í handknattleik ekki ríkuleg tekjulind heldur kostnaðarliður sem væri engin leið að brúa nema með dyggri aðstoð fyrirtækja, stofnana, vinnu sjálfboðaliða og stuðningi bæjarfélagsins.
Félagið er gríðarlega þakklátt fyrir veittan stuðning en telur rétt að stíga þetta skref að þessu sinni.