Í gærkvöldi var leikinn síðasti leikur tímabilsins gegn Val og fer hann ekki í sögubækurnar fyrir vasklega framgöngu okkar stráka á vellinum heldur fyrir það að Einar Örn Jónsson var að leika sinn seinasta leik fyrir meistaraflokk. Einar kom til félagsins árið 2000 og lék þá hjá Haukum í tvö tímabili. Eftir það lá leið hans í atvinnumennskuna í Þýskalandi þar sem hann var í 6 ár. Eftir tímann í Þýskalandi gekk Einar aftur til liðs við Hauka. Hann lék alls 5 tímabil með félaginu og á þeim tíma unnu Haukar 4 sinnum Íslandsmeistaratitilinn og 3 sinnum varð liðið bikarmeistari. Haukafólk klappaði vel og lengi fyrir Einari í gær enda góður félagi og mikill baráttujaxl sem oftar en ekki hefur verið sá sem dregið hefur vagninn ekki síst á síðustu sekúndunum í allnokkrum leikjum.
Haukar þakka enn og aftur Einari fyrir skemmtilegan tíma.