Ágætu Haukafélagar, gleðilegt nýtt körfuboltaár og takk fyrir það gamla.
Á sunnudaginn, 8.janúar taka Haukastúlkur á móti KR í 16 liða úrslitum Poweradebikars kvenna, það er óhætt að segja að þetta sé stórleikur umferðarinnar, enda þarna lið á ferðinni sem í dag eru í þriðja og fjórða sæti í IE deildinni. Leikurinn fer fram á heimavelli Hauka, DB Schenker höllinni (Ásvöllum) og hefst eins og áður segir klukkan 19:15.
Það verður allt kapp lagt á að gera umgjörð leiksins sem besta og munu meðal annars yngstu iðkenndur körfunnar í kvennaflokki leiða hetjurnar úr meistaraflokki inn á völlinn í kynningu. Það verða í boði Haukahamborgarar frá kl. 18:45 og því engin ástæða að standa í eldamennsku heimavið. Milli leikhluta verða í boði spennandi skotleikir þar sem fólk getur unnið sér inn veglega vinninga. Haukar í horni fá svo eitthvað góðgæti í VIP stúkunni og því margt í boði á þessum stórleik.
Við hvetjum alla til að mæta og tryggja Haukum áframhaldandi þátttöku í þessari skemmtulegu bikarkeppni. Einnig er mikilvægt að fólk mæti snemma til að forðast biðraðir og sjá ungu stúlkurnar okkar arka inn á völlinn í fylgd þeirra eldri, þegar liðin verða kynnt, en yngstu stelpurnar taka einnig þátt í Actavis móti Hauka þennan sama dag.
Koma svo HAUKAR !!!
Kvennaráðið.