Haukar – KR í kvöld kl. 18:30 í úrslitum Dominos deildar karla

Haukar-fagna2ATH breyttur leiktími, en leikurinn byrjar kl. 18:30

Leikur II um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos deild karla fer fram í kvöld, föstudaginn 22. apríl kl. 18:30 en þá koma KRingar í heimsókn í Schenkerhöllina og muu etja kappi við Haukamenn.

KR lagði Haukana í fyrsta leik og eru strákarnir staðráðnir í því að hefna fyrir það tap og munu koma dýrvitlausir til leiks. Haukarnir áttu ekki sinn besta dag í DHL höllinni og var eitthvað stress í mannskapnum því það vantaði áræðni og smá baráttu í liðið. Eftir frábæra byrjun og góðan fyrsta leikhluta var eins og menn héldu að leikurinn væri búinn, því öll áræðni sem var í fyrsta leikhluta hvarf út í veður og vind og vörnin, sem verið hefur gríðarlega sterk hingað til, hriplak og þeir hleyptu KR ítrekað inní miðjuna og gott lið eins og KR lætur ekki bjóða sér það án þess að refsa.

Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta snemma, fá sér börger og komast fljótt inní stemninguna. Við ætlum að fylla höllina af fólki í rauðu.

Áfram Haukar.