Haukar komnir á toppinn eftir sigur á Stjörnunni – myndir frá leiknum

Tóti hefur sig til flugs í leiknum í kvöldHaukar tylltu sér á topp N1 deildar karla í kvöld með því að sigra Stjörnuna 24-16 á sama tíma og Valsmenn lágu fyrir norðan. Haukar eru því með 12 stig eftir sjö leiki en Valur og Akureyri eru bæði með 11 stig eftir átta leiki. Aron Rafn Eðvarðsson var maður leiksins í dag en hann varði 21 skot. Strákarnir þurfa strax að huga að undirbúningi næsta verkefnis sem er Hafnarfjarðarslagur í bikarnum í Krikanum á sunnudaginn kl. 16 en FH tapaði í kvöld gegn HK.

Sigur heimaliðsins var aldrei í hættu og komust allir leikmenn Hauka á blað nema markvörðurinn Birkir Ívar sem gat glaðst yfir góðum árangri samherjanna frá varamannabekknum. Haukar leiddu 12-6 í leikhléi og unnu því seinni hálfleikinn einungis með tveimur mörkum.

Mörk Hauka: Heimir Óli 5, Gummi 3, Jónatan 3, Elli 2, Beggi 2, Einar Örn 2, Tóti 2, Björgvin 2, Stebbi 1, Gísli Jón 1, Tjörvi 1