Haukastúlkur hafa farið mjög auðvelda leið í undanúrslit í Powerade bikar kvenna. Þær, ásamt Keflavík, sátu hjá í 16 liða úrslitum og mættu 1. deildarliðinu Fjölni í dag í 8 liða úrslitum þar sem að þær sigruði vægast sagt auðveldlega 45-87.
Lele Hardy, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir voru að venju bestu leikmenn Hauka í dag.
Skemmtilegt er að segja frá því að hver einn og einasti leikmaður Hauka komst á blað í leiknum. Dýrfinna Arnardóttir kom inná undir lok leiksins og tókst að koma sér á vítalínuna þar sem að hún setti bæði niður.
Íris Sverrisdóttir sýndi einnig í fjórða leikhluta að hún er óðum að nálgast sitt fyrrra form sem fékk hana kosna mikilvægasta leikmann Hauka 2012 og er það ekki vænlegt fyrir andstæðinga Hauka.