Haukar-Kiel í Meistadeildinni

Nú styttist í handboltaveisluna þar sem strákarnir okkar spila við þá bestu í heiminum í Meistaradeildinni. Þeir hafa lagt hart að sér til að geta att kappi við sterkustu lið Evrópu og á sunnudaginn taka Haukar á móti einu albesta liði heims, Kiel frá Þýskalandi.

Leikurinn hefst kl. 20:00 á Ásvöllum og hvetjum við alla boltafíkla til að mæta. Meistaradeildin er stórviðburður í íslenskum handbolta og enginn ætti að láta þennan leik fram hjá sér fara. Strákunum veitir ekki af stuðningi áhorfenda, en gera má ráð fyrir að þetta verði einn af erfiðari leikjum sem þeir hafa spilað.

Sparisjóður Hafnarfjarðar hefur lengi verið aðalstyrktaraðili deildarinnar og verður forsala miða við SPH í Fjarðarkaupum á laugardaginn kl. 12:00-16:00.
Miðaverð er kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 300 fyrir börn 6 til 14 ára. Að venju er frítt fyrir aldraða og öryrkja.

Takið þátt í veislunni með okkur. Allir að mæta og sjá Haukastrákana spila við þá bestu í heiminum
ÁFRAM HAUKAR