Haukar – Keflavík 1-0

TJ Hauka stelpur byrjuðu í gær keppni í undanúrslitum Iceland Expressdeildarinnar með góðum útisigri á Keflavk 63-54. Varnir beggja liða voru í fyrirrúmi í leiknum og var Haukavörnin mjög sterk og rann skotklukkan nokkrum sinnum út án þess að Keflavík næði skoti á körfuna. Þá voru Keflvíkingar að taka erfiðari skot en Haukar í leiknum. 

Keflavík byrjaði þó betur í leiknum og náðu 2-8 forskoti en um miðjan fyrsta leikhlutan náðu Haukar að jafna leikinn 12-12 og komust síðan yfir 22-18 í lok 1.leikhluta.  Haukar létu forystuna ekki af hendi eftir það og unnu sannfærandi sigur.

Spennustig leikmanna Hauka var nokkuð hátt í gær og var hittni liðsins ekki eins góð og við höfum séð í undanförnum leikjum en stelpurnar bættu það upp í vörninni og í frákasta baráttunni. 

 

Tierney Jenkins (TJ) átti enn einn stórleikinn fyrir Hauka skoraði 27 stig og tók 20 fráköst þar af 10 sóknarfráköst sem skilaði sér annað hvort í auðveldri körfu eða með því að aðrir leikmenn Hauka fengu möguleika á að skora. TJ hefur smell passað inn í leik liðsins og var í gær sá leikmaður sem dróg liðið áfram þegar á þurfti að halda. Hún skoraði meðal annars mikilvæga körfu á síðustu sekúndu 3.leikhluta þegar Keflavík hafði minnkað muninn í 3 stig og fékk víti að auki sem hún skoraði úr en TJ nýtti 11 af 12 vítum sínum í leiknum.

 

Jence Ann Rhoads átti einnig góðan leik og stjórnaði leik liðsins af festu eins og ávallt í vetur. Jence skoraði 14 stig, tók 9 fráköst og átti 5 stoðsendingar. Hún spilaði fantagóða vörn á Jalessu Butler besta leikmann Keflavíkur og hélt henni í 23 stigum. 

Gunnhildur Gunnarsdóttir kom inn af bekknum með góðan leik og sett i 8 stig og náði 3 fráköstum á þeim tíma sem hún spilaði auk þess að spila góða vörn eins og allir leikmenn Hauka. Gunnhildur hefur verið meidd meira og minna í allan vetur og gríðarlega gott fyrir lið Hauka að fá hana svona sterka inn í liðið að nýju.

Margrét Rósa átti einnig góðan leik og skoraði 7 stig og tók 5 fráköst þar af 3 sóknarfráköst.

Lesa má umfjöllun hér um leikinn á Karfan.is  og á visi.is hér

Nú þarf liðið að undirbúa sig vel fyrir næsta leik á móti Keflavík á mánudagskvöldið kl: 19:15 í Shenker höllinni.