Haukar – ÍBV, toppslagur í Olís deild kvenna

haukar kvennaÍ kvöld kl. 19:30 fá Haukastúlkurnar topplið Olís deildar, ÍBV, í heimsókn og er því um sannkallaðan toppslag að ræða en Haukarnir sitja í 3-4 sæti fyrir leikinn og geta með sigri komist i toppsætið.

Haukar eru með 15 stig og ÍBV með 16 stig. Haukastelpurnar hafa verið að spila einstaklega vel í vetur og hafa verið í stöðugri framför með sinn leik. Vörnin hefur verið þétt, markvarslan góð og sóknin vel skipulögð.

Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta og hvetja stelpurnar áfram og ná toppsætinu og þær hafa sýnt í vetur að þær eiga skilið hvatningu.

Þetta er eini leikur kvöldsins en leikurinn var færður vegna þátttöku ÍBV í Evrópukeppninni.

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn verður hægt að fylgjast með honum á haukartv.