Haukar-HK mfl.karla

Strákarnir okkar kláruðu árið með sigri á HK 32-24 í síðasta leik ársins.

Okkar menn voru ekki að spila vel í fyrri hálfleik . Jafnræði var með liðunum en Haukar þó yfirleitt með frumkvæðið og í hálfleik var staðan 13-12. Í seinni hálfleik tóku þeir sig á og tóku strax góða rispu. Vörnin small, menn fórnuðu sér og boltinn fékk að fljóta í sókninni. Þetta skilaði góðu forskoti sem Haukar létu ekki af hendi og unnu öruggan sigur 32-24.

Frábært að fara í jólafríið með glæsilegum sigri.

Haukar-HK mfl.karla

Stórglæsilegur sigur 30-23 hjá strákunum okkar á HK á Ásvöllum í kvöld.
Strákarnir komu mjög ákveðnir til leiks og náðu strax forystu 4-1 og stjórnuðu leiknum eftir það. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 12-6. Gestirnir náðu að laga stöðuna og í hálfleik var 15-12. Í seinni hálfleik héldu strákarnir áfram af krafti og aldrei var spurning um sigur. HK átti ekki möguleika, staðan 20-15, 25-17, 27-19 og lokatölur 30-23.

Eftir erfiða viku var sigurinn frábær fyrir Palla og strákana. Strákarnir léku mjög vel og börðust af krafti allan leikinn. Sóknin gekk fínt og vörnin var góð og Birkir stóð vaktina fyrir aftan og varði mjög vel. Jón Karl var markahæstur með 14 mörk, þar af 9 úr vítum.

Til hamingju strákar með glæsilegan sigur.

Haukar-HK mfl.karla

Strákarnir okkar unnu góðan sigur í RE/MAX deild karla á HK á Ásvöllum í kvöld 28-23. HK skoraði fyrsta markið og var það eina skiptið sem þeir höfðu forystu. Fyrstu mínútur voru jafnar, 2-2, 3-3, 4-4. Þá gerðu okkar menn 3 mörk í röð, 7-4 og eftir það voru gestirnir alltaf skrefinu á eftir. Staðan í hálfleik var 14-11 og í síðari hálfleik voru strákarnir okkar 2 til 5 mörk yfir og sigurinn aldrei í hættu.

Markahæstir voru Ásgeir Örn með 6 mörk og Robertas með 5.